þriðjudagur, júlí 11, 2006

Guðrún Einarsdóttir eigandi Laugarness


laugarnes-gudrun-biskupsekkja
Salvor setti inn þessa mynd.

Guðrún Einarsdóttir, ekkja Jón Árnasonar(1665-1743) átti Laugarnes. Varðveitt er bréf þar sem Guðrún lýsir því yfir að Laugarnes sé hennar eign og öll landnýting þar sé óheimil nema með hennar samþykki.

Laugarnes var bændabýli þangað til árið 1885 þegar það var sameinað kaupstaðnum Reykjavík. Guðrún Einarsdóttir var dóttir Einar Þorsteinssonar Skálholtsbiskups. Hún giftist Jóni Árnason biskup árið 1703 þá 37 ára að aldri.
(BskjR: Laugarnesskjöl, landamerkjalýsingar og vitnisburðir: 1605-1884, aðfnr. 1359. )

Hver átti rekann á Kirkjusandi?

Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1379 segir m.a.:
"Jónskirkja í Vík á land allt að Seli, landsælding og selalátur í Örfirisey, sælding í Akurey, rekann allan á Kirkjusandi, fjórðung reka móts við Nes, Engey og Laugarnes utan Seltjörn og Laugarlæk. Víkurholt með skóg og selstöðu."
Jónskirkja í Vík er undanfari Dómkirkjunnar í Reykjavík og það getur verið að örnefnið Kirkjusandur sé kennt við Jónskirkju fremur en kirkjuna í Laugarnesi. Á þessum tíma hafa landkostir og nytjar verið öðruvísi en núna, það hefur verið selalátur í Örfirisey og orðin sældingur og landsældingur tákna land, sem tekur eitt sáld, þ.e. um 100 kg útsæðiskorns. Það hefur því verið kornyrkja í eyjunum Akurey og Örfirisey við Reykjavík. Víkurholt er talið annað hvort Skólavörðuholtið eða Öskjuhlíðin.

Heimild:
Saga Dómkirkjunnar