laugardagur, febrúar 24, 2007

Hér er síld við síld, á sjónum engin hvíld


Síldarþró við Stýrimannaskólann
Salvor setti inn þessa mynd.

Hérna er síldarþró við Stýrimannaskólann í kringum 1948 en þá veiddist svo mikil síld að það var vandamál að geyma hana.

Kirkjusandur - fiskvinnsla árið 1952


Kirkjusandur - fiskvinnsla 1952
Salvor setti inn þessa mynd.

Frystihús var rekið á Kirkjusandi. Hér er mynd sem var tekin árið 1952. Þegar ég var barn í Laugarnesi þá var frystihúsið nefnt hjá Júpiter og Mars.