mánudagur, apríl 30, 2012

Húsakönnun

Hér er húsakönnum um hluta Laugarneshverfisins

Húsakönnun
Laugarnesvegur – Sundlaugavegur – Laugalækur –
Hrísateigur – Otrateigur

Drífa Kristín Þrastardóttir, sagnfræðingur
Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður












http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/skipbygg/skipulagsm_l/mal_kynningu/hagsmunadilakynningar/103637_4.pdf

Hér er hluti af textanum í þessari húsakönnun:

Saga svæðisins
Svæðið sem hér er til umfjöllunar er á því landsvæði sem áður var kallað Laugamýri eða Þvottalaugamýri og var stór mýrarfláki sunnan Laugarness og vestan Laugaráss.Laugamýri tilheyrði jörðinni Laugarnesi, sem var eitt þriggja stórbýla í Seltjarnarneshreppi hinum forna, ásamt Vík (Reykjavík) og Nesi við Seltjörn. Heimildir eru um búsetu í Laugarnesi frá því skömmu eftir landnám og kirkju frá því um 1200. Í Laugamýrinni var 13
þykkur mór sem árlega var nýttur frá Laugarnesi.

Í landi Laugarness voru einnig heitar laugar sem um langan aldur voru notaðar til þvotta og baða. Þvottalaugarnar svokölluðu voru  sem kunnugt er nokkru sunnar í Laugamýri, á því svæði sem nú er nefnt Laugardalur. Við  Þvottalaugarnar kom upp heitur lækur, Laugalækurinn, sem rann til norðvesturs á þeim  slóðum þar sem nú er samnefnd gata og féll til sjávar á Kirkjusandi, en svo kallast  strandlengjan vestan Laugamýrar, frá Rauðarárvík austur að Laugarnesi. Á nokkrum stöðum í  Laugalæknum virðast hafa verið laugar sem hentugar voru til baða. Eggert Ólafsson og Bjarni  Pálsson könnuðu laugarnar árið 1755 og segja í Ferðabók sinni frá allstórri og djúpri baðlaug  í mýrinni sunnan túns í Laugarnesi. Þangað hafi margir komið frá nágrannabæjum Laugarness  til að lauga sig, en einnig hafi sótt þessa laug farmenn úr Hólminum og starfsfólk  Innréttinganna úr Reykjavík. Úr þessari laug hafi volgur Laugalækurinn runnið og neðar í  honum hafi verið tveir eða þrír aðrir staðir sem notaðir hafi verið til baða.

Sveinn Pálsson  læknir og náttúrufræðingur kom að laugunum árið 1791 og segir frá því að nokkru neðan við  Þvottalaugarnar hafi Laugalækurinn breitt úr sér og þar hafi vatnið verið hæfilega heitt til  baða.

Á þessum stað eða nálægum slóðum kom Jón nokkur Kærnested upp sundskóla árið 1824. Hann lét gera þar fyrirhleðslu svo að dálítið lón myndaðist og þar kenndi hann piltum  sund í nokkrar vikur að vorlagi en ekki eru heimildir um frekari sundkennslu þar næstu  áratugina.


Bæjarstjórn Reykjavíkur keypti Laugarnes ásamt jörðinni Kleppi árið 1885 í því skyni
að tryggja Reykvíkingum aukið land til beitar, ræktunar og mótöku og árið 1894 voru báðar
jarðirnar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Eftir að Laugarnes komst í eigu bæjarins var hafist handa um gerð vegar sem auðvelda átti fólki ferðir inn í Þvottalaugarnar og dregur vegurinn, Laugavegur, nafn sitt af þeim. Áður höfðu þvottakonurnar þurft að þræða götur meðfram sjónum austur úr Skuggahverfi, fara yfir Fúlutjarnarlæk (nálægt því þar sem nú eru gatnamót Kringlumýrarbrautar og Borgartúns) og þaðan yfir svonefnda Kirkjumýri, sem var bæði blaut og keldótt, til að komast að laugunum.


Um svipað leyti hófst sundkennsla á ný í laugunum en á þessum tíma hafði aukist mjög áhugi Reykvíkinga á að læra sund. Árið 1884 gekkst Björn Blöndal sundkennari fyrir því að útbúið var nýtt og stærra sundstæði í Laugalæknum, hér um bil á þeim stað þar sem nú eru gatnamót Sundlaugavegar og götunnar Laugalækjar. Lækurinn var þá stíflaður með torfgarði og bakkarnir stungnir niður svo að laugin varð nægileg breið og djúp til að hægt væri að kenna þar sund. Nýstofnað Sundfélag Reykjavíkur lét síðan betrumbæta sundstæðið
og veita nokkru af Laugalæknum utan við það til þess að vatnsmagnið í lauginni yrði hæfilegt. Seinna reisti félagið sundskýli sem stóð á stólpum í miðri lauginni en frá því lágu timburbrýr yfir að sundlaugarbökkunum.

Laug þessari og umhverfi hennar lýsti Knud Zimsen svo: „Í kringum laugina eru holt og stórgrýti, pyttir og mógrafir. Nokkru ofar eru þvottalaugar og eitthvað af óhreina vatninu úr þeim rennur í sundlaugina. Botninn á sundlauginni er fullur af leðju. Þegar strákarnir koma upp úr, eru þeir mórauðir á skrokkinn. Ef veður er gott, hlaupa þeir eins og fætur toga niður á Kirkjusand til þess að skola þar af sér í sjónum“.

Árið 1894 hóf Páll Erlingsson, bróðir Þorsteins Erlingssonar skálds, sundkennslu í lauginni og hélt þar
uppi sundkennslu allt árið um kring næstu áratugina.

Árið 1898 lét danska Oddfellowreglan reisa holdsveikraspítala í Laugarnesi sem gefinn var íslensku þjóðinni. Þá var lagður vegur frá Laugavegi (nálægt því þar sem Hátún 12 er nú) niður að Kleppsvegi (sem lá frá Laugarnesi austur að Kleppi) og var hann í upphafi nefndur Spítalavegur en fékk síðar nafnið Laugarnesvegur.

Þennan veg notaði fólk einnig þegar það gekk frá Reykjavík inn í Laugamýri til að læra þar sund, en hafði áður farið gömlu leiðina austur úr Skuggahverfi, meðfram sjónum og yfir Fúlutjarnarlæk, eins og þvottakonurnar.

Síðasti spölurinn inn í sundlaugarnar var genginn eftir mel einum austur frá Laugarnesvegi og myndaðist þar troðningur sem síðar var kenndur við sundlaugarnar og kallaður Sundlaugavegur.

Í kjölfar þess að vegarsamband komst á úr bænum inn að Laugarnesi með gerð Laugarnesvegarins varð Kirkjusandur, strandlengjan vestan vegarins, miðstöð fiskverkunar á fyrri hluta 20. aldar. Greint var á milli Innra-Kirkjusands og Ytra-Kirkjusands og voru mörkin um Fúlutjörn. Á Ytra-Kirkjusandi kom Þorsteinn (Th.) Thorsteinsson upp fiskverkunarstöð um 1900 og ári seinna setti Jes Zimsen ásamt bræðrunum Birni og Þorsteini Gunnarssonum á fót fiskverkun á Innra-Kirkjusandi, sem Íslandsfélagið tók síðar við. Félög þessi reistu þarna margvíslegar byggingar og mannvirki, þar á meðal þurrkhús, geymsluhús, þvottahús og
verbúðir fyrir verkafólkið, auk þess sem víðáttumikil stakkstæði settu svip á svæðið.

Nokkur smábýli risu umhverfis býlið í Laugarnesi og á erfðafestulöndum í nágrenni við Þvottalaugarnar fyrir 1900. Sem dæmi má nefna nýbýlið Laugaland, sem reist var við Þvottalaugarnar árið 1892 og Kirkjuból, sem Halldór Kr. Friðriksson menntaskólakennaribyggði árið 1898 á erfðafestulandi sínu rétt vestan vegarins sem þá var nýlagður að Laugarnesspítala. Útdeiling erfðafestulóða úr landi Reykjavíkur hófst árið 1859 er lóðum næst þéttbýlinu í Kvosinni var úthlutað til ræktunar, en færðist svo að útjöðrum bæjarlandsins, eftir
því sem það stækkaði. Markmiðið með útdeilingu erfðafestulanda var að gefa bæjarbúum kost á landi til ræktunar. Einkum voru mýrarnar vinsælar, þar sem holtin voru grýtt og melarnir harðir. Blettirnir voru afhentir til eignar gegn árlegri leigu, en erfðafestuhafar voru þó skyldaðir til að láta af hendi byggingarlóðir úr erfðafestulöndum sínum, ef á þyrfti að halda.

Eftir 1900 fjölgaði mjög ört hinum svokölluðu nýbýlum, sem reist voru á erfðafestulöndum
.........................

Árið 1910 ákvað bæjarstjórnin að úthluta til efnalítils fólks erfðafestulöndum í Kirkjumýri og Laugamýri, á svæðinu milli vegarins að Þvottalaugum og Laugarnesvegar, niður að Laugalæk. Árið 1909 hafði réttur bæjarins til byggingarlóða gagnvart handhöfum erfðafestulanda verið aukinn, en Reykjavík var um þær mundir í mjög örum vexti. Handhafar erfðafestulandanna í Kirkjumýri og Laugamýri fengu því úthlutað samkvæmt nýju skilmálunum frá 1909. Á 2. áratugnum reis svo hvert smábýlið á fætur öðru í Kirkjumýri og sunnanverðri Laugamýri og voru þar ræktuð upp lönd sem áður voru mýrar. Upp úr 1918 var einnig byrjað að framræsa í stórum stíl mýrlendi í bæjarlandi Reykjavíkur og var þá byrjað í nágrenni Þvottalauganna og í Laugamýri. Þar bættist við fjöldi nýbýla á 3. áratugnum og var Laugardalurinn brátt alsettur þeim.

Eitt af þessum býlum byggðu bræðurnir Jón Þórðarson kaupmaður og Þórður bóndi í
Laugarnesi á landi sem þeir fengu til ræktunar rétt austan við Laugalæk árið 1901.
Norðmaðurinn Emil Rokstad eignaðist síðan landið árið 1910 og byggði þar hús sem hann
flutti tilsniðið frá heimalandi sínu og kallaði Bjarmaland. Það stóð rétt norðaustan við brúna
sem lá yfir Laugalæk þar sem Laugarnesvegur sveigði í átt að Laugarnesi og nú eru gatnamót
Laugarnesvegar og Laugalækjar. Emil Rokstad eignaðist nokkurt landsvæði á erfðafestu
beggja vegna Laugalækjarins og varð einn helsti athafnamaður á þessum slóðum. Árið 1919
byggði hann timburhús nokkru sunnar í landinu, á austurbakka Laugalækjarins, þar sem hann
setti upp Sápugerðina Seros ásamt bræðrunum Sigurjóni og Einari Péturssonum. Þar var
framleidd blautsápa, stangasápa, sápuspænir, gólfvax, vagnáburður og ullarolía. Árið 1923 var
búið að breyta þessu húsi í íbúðarhús eða gera það að viðbyggingu við íbúðarhús og eftir það
var það kallað Sólbakki. Það stóð vestan götu við Laugalæk allt fram til ársins 1979 þegar það
var látið víkja fyrir raðhúsinu nr. 10–20 við Laugalæk.
40

Annað nýbýli sem reist var á þessum slóðum á 2. áratugi aldarinnar er Bjarg, sem
áðurnefndur Páll Erlingsson sundkennari reisti ásamt syni sínum Erlingi Pálssyni
yfirlögregluþjóni. Páll var einn þeirra sem fengu úthlutað landi úr Kirkjumýri árið 1910 og
fékk þá á erfðafestu Kirkjumýrarblett XII, rétt vestan sundlauganna og Laugalækjar. Hann
hefur eflaust tekið fljótlega til við að rækta landið eins og áskilið var í erfðafestusamningum,
en íbúðarhús reistu þeir feðgar fyrst á landinu á árunum 1917–1921. Það hús stendur stendur
enn á lóð sinni norðan Sundlaugavegar og er nú skráð nr. 37 við götuna. Páll eftirlét Erlingi
syni sínum Bjarg á 3. áratugnum og byggði sér og konu sinni hús austan Laugaráss. Heyhlaða
og lítið fjós sem Erlingur byggði á lóðinni árið 1924 og stærra fjós með heyhúsi og básum
fyrir 11 nautgripi, sem hann byggði árið 1927, stóðu í sambyggðri röð rétt norðan við
íbúðarhúsið, hér um bil þar sem nú eru raðhúsin nr. 29–35 við Sundlaugaveg. Norðan
útihúsanna var sporöskjulagaður blettur þar sem Sigríður Sigurðardóttir, kona Erlings, ræktaði
trjágarð.


Páll kenndi sund í sundlaugunum við Laugalæk allt til ársins 1921 og í tíð hans, á
árunum 1906–1908, var byggð ný og stærri laug í stað þeirrar gömlu, á sama stað við  Laugalækinn eða eilítið norðar (sjá kort bls. 18). Sú laug var með veggjum hlöðnum úr
steinlímdu grjóti og steinsteypubotni. Settur var upp timburveggur í kringum hana og 17
búningsklefar byggðir að norðan- og vestanverðu, brú yfir hana miðja og gangpallar utan með
henni. Vatn var leitt í laugina um opinn tréstokk úr stíflu sem var gerð í Laugalækinn 30 til 40
metrum ofan við laugina. Eftir að aðsókn jókst í Þvottalaugarnar með aukinni fólksfjölgun
skoluðust æ meiri óhreinindi í lónið og þaðan í laugina og það, ásamt kröfu um hæfilega heitt
vatn, varð til þess að eftir 1910 var heitt vatn leitt í laugina í pípum innan úr Þvottalaugum. Í
þessari laug hóf Ingibjörg Guðbrandsdóttir sundkennslu árið 1908, fyrst íslenskra kvenna, og
kenndi bæði fullorðnum konum og barnaskólastúlkum, en fram að því hafði sundkennsla
einungis verið ætluð körlum. Erlingur Pálsson kenndi þarna sund með föður sínum frá unga
aldri en hætti því þegar hann gekk í lögregluna, en bræður hans Jón og Ólafur, kenndu áfram
með föður sínum og tóku við starfi hans árið 1921. Gömlu sundlaugarnar við Laugalæk voru í
notkun allt til um 1968 og var sundlaugin sem notuð var allan þann tíma að grunni til sú sama
og byggð var á árunum 1906–1908, þó að endurbætur hafi verið gerðar á búningsklefum,
böðum og salernum við laugina, til dæmis árið 1936.

Þeir sem byggðu smábýli á erfðafestulöndum eins og í Kirkjumýri og Laugamýri nutu
þess að geta haft dálítinn búskap utan meginbyggðarinnar og áttu margir kýr og hænsni en
gátu jafnframt sótt venjulega launavinnu til bæjarins. Sigurður A. Magnússon rithöfundur
lýsir aðstæðum og umhverfi byggðarinnar í Kirkjumýri og Laugamýri á uppvaxtarárum sínum
á 3. áratugnum:
Þó byggðin væri hluti af höfuðstaðnum lá hún utanvið hann og naut þannig kosta þéttbýlis
jafnt og strjálbýlis án þess að búa við ókostina. Hún var umlukin velræktuðum túnum sem
teygðu sig til allra átta milli ævintýralegra holta með björgum, dældum, lindum og litlum
grasblettum. ... Býli voru mörg og misstór. ... Við Laugarnesveg stóðu býlin Kirkjuból við suðurenda byggðarinar, Bjarmaland hjá bugðunni við brúna og Laugarnes þar sem hann
tengdist Kleppsvegi Á tanganum fyrir neðan Laugarnesbýlið stóð hátimbruð bygging
Holdsveikraspítalans.
46
Á síðari hluta 3. áratugarins myndaðist fyrsti vísir að þorpi á þessu svæði þegar farið
var að úthluta byggingarlóðum við Laugarnesveginn. Á þeim tíma var gríðarlegur skortur á
íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Ástæður þess voru takmarkaður innflutningur á byggingarefni
undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og síaukinn aðflutningur fólks til bæjarins. Á þessum
árum var allt vöruverð mjög hátt og jafnframt ómögulegt að fá veðdeildarlán til húsbygginga.
Þetta leiddi til þess að efnaminna fólk lenti í basli við að koma sér upp húsnæði og þurfti að
láta sér nægja mjög lítil íbúðarhús og húskofa á baklóðum. Þá leitaði fólk í auknum mæli út
fyrir bæinn, eins og sýndi sig í aukinni ásókn í erfðafestulöndin. Bæjaryfirvöld brugðust
meðal annars við vandanum með því hefja úthlutun ódýrari lóða rétt utan bæjarins og þá var
svæðið við Laugarnesveg tilvalið, þar sem nokkur atvinnustarfsemi hafði byggst upp í næsta
nágrenni og beint vegarsamband var inn í bæinn. Lóðirnar sem úthlutað var við Laugarnesveg
á þessum tíma voru allar austan götunnar og á árunum 1926 til 1929 reis meðfram henni röð
húsa, sem flest voru lítil steinhús.
47

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home