þriðjudagur, maí 23, 2006

Myndverk Jóhanns Bríems í Laugarnesskóla


xIMG_0099, Salvor setti inn þessa mynd.

Jóhann Bríem listmálari var lengi teiknikennari við Laugarnesskólann. Haustið 1944 réð borgarstjóri Bjarni Benediktsson Jóhann til að skreyta forsal skólans með
veggmyndum. Jóhann var nokkur ár að mála myndirnar og eru sumar þeirra af börnum að leik í Laugarnesi

Sveitabúskapur í Laugarnesi


xIMG_0157, Salvor setti inn þessa mynd.

Síðasti bóndinn í Laugarneshverfinu var Sigurður Ólafsson söngvari. Bærinn hans var í daglegu tali kenndur við hann og kallaður hjá Sigga Óla. Þuríður dóttir hans skrifaði þessa frásögn um Tjörulömbin í skólablað Laugarnesskólans.

Það kemur fram í frásögninni hvernig hverfið breytist og erfiðara verður með búskap það.

Laugarnesskóli í maí 2006


xlaugarnesskoli-mai2006-samsett
Salvor setti þessa mynd inn.

Mikil afmælishátíð var haldin í Laugarnesskóla í maí 2006 en skólinn á 70 ára afmæli. Laugarnesskóli er grunnskóli í Reykjavík. Skólinn stendur við Kirkjuteig. Það er kennt í mörgum færanlegum kennslustofum en nú er nýbygging í smíðum.