þriðjudagur, júlí 11, 2006

Hver átti rekann á Kirkjusandi?

Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1379 segir m.a.:
"Jónskirkja í Vík á land allt að Seli, landsælding og selalátur í Örfirisey, sælding í Akurey, rekann allan á Kirkjusandi, fjórðung reka móts við Nes, Engey og Laugarnes utan Seltjörn og Laugarlæk. Víkurholt með skóg og selstöðu."
Jónskirkja í Vík er undanfari Dómkirkjunnar í Reykjavík og það getur verið að örnefnið Kirkjusandur sé kennt við Jónskirkju fremur en kirkjuna í Laugarnesi. Á þessum tíma hafa landkostir og nytjar verið öðruvísi en núna, það hefur verið selalátur í Örfirisey og orðin sældingur og landsældingur tákna land, sem tekur eitt sáld, þ.e. um 100 kg útsæðiskorns. Það hefur því verið kornyrkja í eyjunum Akurey og Örfirisey við Reykjavík. Víkurholt er talið annað hvort Skólavörðuholtið eða Öskjuhlíðin.

Heimild:
Saga Dómkirkjunnar

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

I want not agree on it. I think precise post. Especially the title-deed attracted me to be familiar with the intact story.

4:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Amiable post and this enter helped me alot in my college assignement. Gratefulness you on your information.

1:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home