þriðjudagur, september 07, 2004

Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi

holsveikraspitalinn
Þann 10. október 1898 komu fyrstu sjúklingarnir á Holdsveikraspítalann í Laugarnesi. Holdsveikraspítalinn var gjöf dönsku Oddfellow-reglunnar til íslensku þjóðarinnar. Spítalinn var þá stærsta hús sem hafði verið reist á Íslandi­ og hann er stærsta timburhús sem nokkru sinni hefur risið hér á landi.

Holdsveikraspítalinn markar upphaf spítalabygginga á Íslandi og þar má líka rekja upphaf hjúkrunarnáms. Gjöf Oddfellow-reglunnar fylgdi sú krafa, að hjúkrun á spítalanum yrði undir stjórn fulllærðrar hjúkrunarkonu en engar hjúkrunarkonur þá til á Íslandi. Þess vegna voru fyrstu yfirhjúkrunarkonur Holdsveikraspítalans danskar og þær fluttu til landsins erlendan spítalaaga, sem var Íslendingum framandi. Strax haustið 1898 voru ráðnar stúlkur að spítalanum til aðstoðar við hjúkrunina, og þannig hófst skipulegt hjúkrunarnám á Íslandi, því síðar fóru þessar stúlkur til Danmerkur og luku hjúkrunarnámi þar.

Heimild: Ólafur Grímur Björnsson, Fréttabréf HÍ 1998

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home