miðvikudagur, september 01, 2004

Kúlan - Ásmundarsafn

kulan-asmundarsafn

Kúluhúsið og styttugarðurinn í Sigtúni eru eitt af kennileitum íLaugarneshverfinu. Þetta er Ásmundarsafn en Ásmundur Sveinsson myndhöggvari byggði húsið og bjó þar. Hann byggði húsið í áföngum á árunum 1942-1959 og er elsti hluti þess Kúlan. Formið sótti hann til hefðbundinnar húsagerðar Grikklands og Tyrklands sem hann sá sem fyrirmynd að nýju, íslensku byggingarlagi, sniðnu að sérkennum hrjóstrugs og skóglauss landslags. Að þessu leyti er húsið merkileg og einstæð tilraun í sögu íslenskrar byggingarlistar.

Heimild: Listasafn Reykjavikur http://www.listasafnreykjavikur.is/

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home