þriðjudagur, maí 23, 2006

Sveitabúskapur í Laugarnesi


xIMG_0157, Salvor setti inn þessa mynd.

Síðasti bóndinn í Laugarneshverfinu var Sigurður Ólafsson söngvari. Bærinn hans var í daglegu tali kenndur við hann og kallaður hjá Sigga Óla. Þuríður dóttir hans skrifaði þessa frásögn um Tjörulömbin í skólablað Laugarnesskólans.

Það kemur fram í frásögninni hvernig hverfið breytist og erfiðara verður með búskap það.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl og blessuð Salvör

Ég datt inn á síðuna þína um Laugarnes og þótti gaman að sjá þar gamlan kunningja, "Törulömbin" sem ég skrifaði sem barn og myndskreytti fyrir skólablað að mig minnir. Mér datt í hug að þér þætti fengur í frásögn, sem Þorsteinn H. Gunnarsson hefur skrifað um afrek bróður síns Birgis Gunnarssonar, sem fórst með vitaskipinu Hermóði rétt um tvítugt. Á sinni stuttu ævi afrekaði hann m.a. að bjarga mér frá drukknun, þegar ég datt í sjóinn af bryggjunni við Kirkjusand 3 ára gömul. Þorsteinn bloggaði um minningarathöfn sem haldin var í Laugarneskirkju 18. feb. s.l. en frásögnin var lesin þar. Slóðin er:
http://thorsteinnhgunnarsson.blog.is

6:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home