miðvikudagur, september 01, 2004

Kirkjugarður í Laugarnesi

kirkjugardur-laugarnesi
Fyrsti kirkjugarðurinn í Reykjavík var í Laugarnesi. Glögglega sést enn móta fyrir veggjum hans. Ekki mun vissa fyrir, hvenær hann var fyrst upp tekinn. Tilgátur eru um, að Hallgerður Höskuldsdóttir langbrók sé grafin þar, en talið er að hún hafi verið í Laugarnesi síðustu æviár sín.

Biskupinn yfir Íslandi sat í Laugarnesi í nokkur ár. Síðast var grafið í garðinum árið 1871. Þá voru grafnir þar 6 franskir sjómenn, sem létust úr bólusótt. Þeir lágu í einangrun í gömlu biskupsstofunni í Laugarnesi. Ekki var talið fært að jarða þá "inni í borginni" vegna hættu á smiti og því horfið að því ráði að grafa þá í gamla kirkjugarðinum í Laugarnesi.Kirkjan í Laugarnesi var rifin árið 1794 og sameinuð Reykjavíkurkirkju.

Heimild: Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma www.kirkjugardar.is

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home